Fiskur er okkar ástríða
Með samstilltu átaki starfsfólks okkar, hvort heldur er til sjós eða lands, afhendum við gæðafisk úr ósnortinni íslenskri náttúru.
Starfsfólkið okkar
Fyrirtækið er ríkt af mannauði, hæfu, áhugasömu og vel þjálfuðu starfsfólki sem ber ábyrgð á góðri meðhöndlun afurða og býr yfir þeirri sérþekkingu sem þarf til að veiða og vinna afurðir okkar. Hæfni starfsfólks okkar og metnaður fyrir því að skila frá sér gæðaafurðum gerir það að verkum að við treystum okkur til þess að selja afurðir okkar út um allan heim undir merkjum VSV.
Skipin okkar
Öldur úthafsins krefjast öflugra skipa. Skip þurfa að vera vel útbúin til að takast á við storma í hafi og á sama tíma að fara vel með áhöfn og afla. Meðhöndlun afla er afar mikilvæg til að vernda gæði, bæði með kælingu afla og hreinlæti. Það að við búum á eyju, mitt í gjöfulum fiskimiðum, gerir það að verkum að stutt er að sækja fiskinn og skila honum og áhöfn skipsins fljótt í land aftur.
Fyrir nokkrum árum lét Vinnslustöðin smíða togarann Breka, skip með stærri og hæggengari skrúfu en almennt gerist. Með því móti hefur olíunotkun dregist saman um 40–50% á hvert aflakíló sem og útblástur gróðurhúsalofttegunda.
Ein mikilvæg afleiðing fiskveiðistjórnunarkerfis Íslendinga er að olíunotkun og þar með útblástur gróðurhúsalofttegunda hefur minnkað um 40% frá 1990. Sjávarútvegurinn hefur því mætt kröfum Parísarsáttmála Sameinuðu þjóðanna um samdrátt í kolefnisútblæstri.
Botnfiskskip félagsins
Skipstjóri:
Kjartan Sölvi Guðmundsson
Netfang:
drangavik@vsv.is
Skipstjóri:
Kristgeir Arnar Ólafsson
Netfang:
kap2@vsv.is
Skipstjóri:
Óskar Þór Kristjánsson
Netfang:
thorunn@vsv.is
Uppsjávarskip félagsins
Skipstjóri:
Ólafur Óskar Stefánsson
Netfang:
sb@vsv.is
Skipstjóri:
Jón Atli Gunnarsson
Netfang:
gullber@vsv.is
Skipstjóri:
Magnús Jónasson & Valdimar Gestur Hafsteinsson
Netfang:
huginn@vsv.is