Þetta er umsóknarvefurinn okkar! Hér að neðan eru upplýsingar um laus störf hjá okkur. Skoðaðu og sæktu um í dag.
Ef þú sérð engin laus störf þá viljum við samt heyra frá þér! Vinsamlegast sendu okkur ferilskrána þína. Við munum geyma upplýsingarnar þínar og hafa samband ef starf losnar.
Meginstarfsemi Vinnslustöðvarinnar er öflun, framleiðsla og sala sjávarafurða. Félagið leggur ríka áherslu á að hlusta á kröfur kaupenda og reyna að uppfylla þær á sem bestan hátt. Til að ná þeim markmiðum þarf félagið að ráða yfir hæfu, áhugasömu og vel þjálfuðu starfsfólki sem axlar ábyrgð, sýnir frumkvæði í starfi og tekur þannig virkan þátt í þróun fyrirtækisins. Vinnslustöðin vill vera eftirsóknarverður og skemmtilegur vinnustaður þar sem starfsmenn sýna hver öðrum virðingu svo hver og einn geti vaxið og dafnað í starfi.
Samfélagið
Vinnslustöðin er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Sátt og virðing fyrir auðlindum sjávar og nýtingu þeirra er forsenda þess að Vinnslustöðin þrífist og geti gagnast samfélagi sínu hér eftir sem hingað til.