Wild Nordic Fish (WNF) er afurð þróunarvinnu starfsfólks Vinnslustöðvarinnar og Einar Björns, eiganda veitingastaðarins Einsa Kalda. Afurðin byggist á sérstakri aðferð við meðhöndlun og frystingu fisks sem við köllum Natural Cooling Formula eða náttúrulega kælingu.
Nýjungar WNF felast í þróun frystra afurða sem ætlaðar eru fyrir hágæða veitingahús sem gera kröfur til úrvalsgæða, engra „ónáttúrulegra“ aukaefna og lágmörkunar matarsóunar.
Fiskur dagsins, alla daga
Markmið Wild Nordic Fish er að auka aðgengi veitingastaða um allan heim að hágæða fiski. Ferskleikinn skiptir mestu en matarsóun vegur líka þungt. Markmiðið með þróuninni var að finna leið til að hafa á boðstólum íslenskan frosinn fisk án þess að tapa eiginleikum ferskleika og áferðar.
Eftir að fiskurinn er veiddur undan ströndum landsins er hann frystur með náttúrulegum aðferðum þar sem lögð er áhersla á að viðhalda gæðum. Afurðin er sérhönnuð fyrir eldhús veitingahúsa með gæðastimplinum „fiskur dagsins“.
Fiskurinn er veiddur á ábyrgan og sjálfbæran hátt, vottaður af MSC og IRF. Hann hefur lengri líftíma en ferskur fiskur auk þess sem matarsóun verður minni þar sem unnt er að nálgast besta fisk dagsins eftir hendinni.