Okada Suisan er stærsti framleiðandi loðnu, bæði hrygnu og hængs, í Japan. Höfuðstöðvar eru í Yamaguchi í suðurhluta Japans en félagið rekur fimm verksmiðjur í Japan og eina í Kína. Auk loðnu framleiðir fyrirtækið afurðir úr makríl frá Íslandi.
Samstarf Vinnslustöðvarinnar og Okada Suisan byggist á því að þekkja veiðar, vinnslu og fullvinnslu loðnu. Það tryggir gæðin frá upphafi til enda.
Auk framleiðslu á loðnu og makríl framleiðir félagið afurðir úr fiski sem veiddur er í Japan og víðar. Afurðirnar eru aðallega seldar þurrkaðar eða grillaðar.
Mikið magn, mikil gæði
Loðna, Shishamo á japönsku, er sælkeramatur í Japan. Hún er oftast heilgrilluð eða steikt með hrognum enda er hrygna verðmætust á Japansmarkaði. Loðnu er neytt fyrst og fremst sem smáréttar og er hún að mestu seld í smásöluverslunum eða stórmörkuðum um landið allt.
Japanar eru sú þjóð sem neytir að jafnaði mest af fiski þegar horft er til fiskneyslu á hvern íbúa. Neyslan er áætluð 45 kg á hverju ári. Japanska þjóðin hefur langa hefð fyrir fiskneyslu sem nú dreifist um heiminn þar sem japönsk veitingahús spretta hvarvetna upp. Þessi langa hefð Japana endurspeglast í miklum kröfum til gæða og ásýndar fisks enda neyta Japanar mikils hrás fisks.
Veiðar Japana sjálfra á loðnu drógust saman um og upp úr 1960. Á ferð sinni til Vestmannaeyja upp úr 1965 sáu þeir loðnu og hófu strax í kjölfarið að kaupa loðnu frá Eyjum.
Samstarf Okada Suisan og Vinnslustöðvarinnar byggist því á rúmlega 50 ára hefð í veiðum, vinnslu og framleiðslu. Okada Suisan getur nú tryggt rekjanleika og sjálfbærni loðnuafurða sinna sem veiddar er við strendur Íslands.