Marhólmar eru leiðandi í framleiðslu á masago á heimsvísu en masago er unnið úr loðnuhrognum. Ríflega 30 ára þekking á framleiðslu masago tryggir að gæðin eru úrvalsgóð enda unnið úr hrognum loðnu sem veiðist í nálægð við Vestmannaeyjar.
Halldór Þórarinsson og Hilmar Ásgeirsson stofnuðu fyrirtækið árið 2012 ásamt Vinnslustöðinni. Þeir voru meðal þeirra fyrstu sem framleiddu masago utan Japans. Kunnátta og reynsla í framleiðslunni auk þekkingar á kröfum hvers einasta viðskiptavinar er mikil. Nú er masago framleitt fyrir Bandaríkin, Evrópu og Asíu. Auk masago framleiða Marhólmar þorskhrogn fyrir kaupendur í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi.
Framleiðsla Marhólma er einstök. Hún byggist á því að fylgjast með og tryggja framleiðslu á hágæða hrognum með samvinnu við sjómenn og fiskvinnslufólk Vinnslustöðvarinnar. Auk þessa eru þróaðar sérstakar uppskriftir fyrir hvern og einn viðskiptavin að þeirra óskum. Virðing fyrir gæðum er í hávegum höfð.
Sérsniðin vara, stöðug gæði
Masago er mikilvægur bragðauki og skraut í sushi. Þar sem sushi er flókið og breytilegt frá rétti til réttar hafa viðskiptavinir Marhólma mismunandi þarfir. Hver viðskiptavinur hefur sína eigin uppskrift en gæði afurðanna verða alltaf að vera framúrskarandi. Allt þetta er byggt á reynslu og þekkingu starfsmanna, skilningi á þörfum kaupendanna og að tryggð séu bestu gæði loðnuhrognanna frá veiðum til lokaafurða.
Nálægt veiðislóðum
Vinnsla Marhólma er staðsett nærri löndun og vinnslu loðnunnar hjá Vinnslustöðinni. Vegna nálægðar veiða við vinnslu er auðveldara að tryggja gæði hrognanna alla leið.