Langa er staðsett á hafnarsvæðinu, stutt frá Vinnslustöðinni. Félagið sérhæfir sig í þurrkun afurða. Öll framleiðsla fer fram innandyra með bestu fáanlegu tækni og rakastýringu.
Langa leitar stöðugt nýrra markaða og tækifæra í framleiðslu sinni, bæði fyrir þurrkaðar og saltaðar afurðir. Þá leitar fyrirtækið einnig leiða til að framleiða hágæða prótín úr aukaafurðum.
Gæðaeftirlit Löngu er mikið og unnið í nánu samstarfi við viðskiptavini félagsins. Stærsti markaður Löngu er í Nígeríu.
Hátt næringargildi og kröftugt bragð hefur gert þurrkaðar aukaafurðir fisks að mikilvægu innihaldsefni í nígerskum súpum. Nígería er þar af leiðandi einn stærsti innflytjandi þurrkaðra fiskafurða í heiminum
Veiddur, þurrkaður og afhentur á örfáum dögum
Ferskleiki fisksins skiptir sköpum til að forðast að þurrkaður fiskur mygli. Þess vegna hefur Nígería leitað til Íslands og Löngu til þess að tryggja öruggt framboð af þurrkuðum fiski. Fiskurinn er veiddur við strendur Íslands og aukaafurðir sem Vinnslustöðin vinnur eru samstundis afhentar í næsta hús til Löngu þar sem þurrkunarferlið er hafið til að tryggja hámarksgæði og ferskleika.