Danska fyrirtækið Amanda AS og útgerðarfyrirtæki í Vestmannaeyjum stofnuðu Idunn Seafoods árið 2016. Félagið framleiðir niðursoðna þorsklifur. Lifrin er hreinsuð, snyrt og ýmist léttreykt eða ekki áður en hún er soðin niður. Sá hluti lifrarinnar sem ekki er soðinn niður með náttúrulegu bragði er einungis bragðbættur með náttúrulegum bragðefnum.
Vinnsla félagsins er staðsett í nálægð við höfnina í Eyjum og því er mjög stutt frá löndun fisksins þar til lifrin er komin í vinnslu. Ferskleikinn er því eins og best verður á kosið.
Þjóðir Evrópu og Asíu eiga langa sögu um neyslu lifrar. Það er þekkt, eins og á Íslandi, að lifur og lýsi er allra meina bót. Lifur inniheldur A-vítamín og Omega–3 auk D-vítamíns. Í huga þeirra sem þekkja er niðursoðin lifur ,,Foie Gras“ hafsins en til viðbótar bætast öll heilsusamlegu áhrifin. Það er því vel þess virði að prófa þessa ljúffengu afurð.
Idunn Seafoods hefur aflað sér mikillar þekkingar á niðursuðu og byggt upp sterkt gæðakerfi til að tryggja neytendum úrvalsafurð.