Hólmasker var stofnað með það markmið að framleiða hágæða ýsuflök. Nú, með áratuga reynslu á kröfum og þörfum Bandaríkjamarkaðar, hefur Hólmasker skapað sér sérstöðu þegar kemur að stöðugum gæðum. Með staðsetningu sinni, aðeins um 20 mínútna akstur frá Keflavíkurflugvelli, og með búnað og svigrúm sem til þarf, getur Hólmasker brugðist við óskum markaðarins hverju sinni. Viðskiptavinir Hólmaskers dreifa aðallega vörum sínum til veitingastaða og mötuneyta á austurströnd Bandaríkjanna.
Hólmasker handflakar allan sinn fisk. Álag á flök við framleiðslu er því lágmarkað og gæði lokaafurðinnar því meiri. Vinnsla sem þessi dregur einnig úr kolefnisfótspori og neytandinn kaupir þar af leiðandi fiskinn með hreinni samvisku.
Traustur og áreiðanlegur samstarfsaðili
Samstarfið á milli Hólmaskers og Vinnslustöðvarinnar býður upp á tækifæri fyrir bæði fyrirtækin. Nú er stærstur hluti ýsuafla Vinnslustöðvarinnar flakaður á Íslandi. Samstarfið tryggir einnig að Hólmasker getur boðið upp á samfellda framleiðslu og framboð afurða.