Fara á efnissvæði
World Map Background Image
5 Bordi Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Í Vestmannaeyjum eru nú staddir útsendarar CNN, þessarar víðfrægu fréttastöðvar sem teygir anga sína um alla veröldina. Erindi þeirra er einkum að kanna umhverfi, aðstæður, veiðar og vinnslu saltaða þorsksins sem Portúgalar vilja allra helst hafa á borðum þegar þeir gera ögn betur við sig en hvunndags, hvort sem er heima eða á veitingahúsum. Saltfiskur frá Eyjum er nefnilega helgar- og hátíðarmatur á fjölda heimila í Portúgal.

Hér er líka staddur Nuno Araujo, framkvæmdastjóri Grupeixe, saltfiskframleiðslufyrirtækisins sem Vinnslustöðin á og rekur í Portúgal. í morgunútsendingunni stóðu Nuno og fréttamaður CNN, António José Leite, við höfnina og ræddu um Vestmannaeyjar og saltfiskinn sem héðan fer til Portúgals og frá Grupeixe áfram til veitingahúsa og stórmarkaða.

Þetta er bara byrjunin á umfjöllun CNN sem tengist Vinnslustöðinni, Grupeixe og Vestmannaeyjum. Þannig myndaði tökumaður stöðvarinnar í gær allt vinnsluferli saltfisks í smáatriðum, frá löndun þar til fiskurinn var kominn á bretti, klár í flutning utan.

Portúgalskir starfsmenn Vinnslustöðvarinnar voru að sjálfsögðu sérstaklega í sviðsljósinu og þeir eru bara þó nokkrir.

Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri botnfisksviðs VSV, fylgdi CNN á ferð um fiskvinnsluna.

Meira er tekið upp af efni í VSV í dag, utan dyra og innan.

Svo heilsuðu CNN-menn líka upp á Kristínu Jóhannsdóttur safnstjóra í Eldheimum, tóku hana tali og mynduðu mikið á vettvangi.

Engum blöðum er um að fletta að heimsókn CNN skiptir gríðarlega miklu máli fyrir kynningu á saltfiskinum frá Vestmannaeyjum á markaði í Portúgal og öllu sem uppruna vörunnar tilheyrir.

Þessi umfjöllun kyndir heldur betur undir saltfisksölunni í aðdraganda páskahátíðarinnar og áhrifanna mun gæta lengi, Portúgalar rifja örugglega upp CNN-myndir frá Eyjum þegar þeir kaupa jólamatinn í desember. Íslenskur saltfiskur verður þá í hávegum sem aldrei fyrr.

1 Img 7601
2 Img 7608
3 Img 7644
4 Img 7667