Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Image (2) Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Kötlugos kemur fyrr eða síðar og margvíslegar viðbúnaðaráætlanir liggja fyrir af því tilefni. Katla gýs, spurningin er ekki hvort heldur hvenær og þá hve kröftugt gosið verður. Stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hafa notað tímann í verkfallinu meðal annars til þess að ræða viðbúnað og öryggismál á tímum hamfara á borð við stórgos í Kötlu.

Ármann Höskuldsson og Ingibjörg Jónsdóttir, vísindamenn á Jarðvísindastofnun, komu til Eyja og kynntu fyrir stjórnendum VSV mögulegar afleiðingar náttúruvár sem Eyjamenn búa við, einkum goss í Kötlu en þar hefur skjálftavirkni verið mikil að undanförnu.

Image

Flestar byggingar VSV eru á hættusvæði flóðbylgju sem er líkleg afleiðing stórgoss í Kötlu.  Þá eru skip félagsins, bæði í höfn og á sjó, í hættu af sömu ástæðu. 

Flóðahætta er eitt en mikilvægt er líka að búa sig undir öskufall frá Kötlu í Eyjum eða að eiturgufur berist hingað frá eldstöðinni.

Eftir fyrirlestur og umræður undirbjuggu stjórnendur VSV viðbrögð á sjó og landi og settu upp drög að viðbúnaðaráætlun. 

Upplagt að nýta verkfallstímann til að yfirfara ýmis innri málefni félagsins og þá ekki síst öryggismálin.

Image (1)

Binni og Ármann Höskuldsson spá á kort af jarðvársvæðinu.

Image (2)

Fyrirhyggja og viðbúnaður á dagskrá í nýja uppsjávarhúsinu.