Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Logo Background (1) Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Lokið verður á morgun, miðvikudag, við að vinna þann fisk sem til er hjá Vinnslustöðinni. Fiskvinnsla liggur þá niðri þar til sjómannaverkfall leysist og hráefni berst á nýjan leik.

Vinnslustöðin tilkynnti í dag um vinnustöðvun af þessu tilefni, sem nær til liðlega hundrað manns. Þar með fer starfsfólk af launaskrá ótímabundið vegna hráefnisskorts og skráir sig atvinnulaust.

Þetta gerist í framhaldi af atkvæðagreiðslu þar sem sjómenn felldu kjarasamninga við útvegsmenn og verkfall hófst að kvöldi 14. desember.

Óvissa ríkir um stöðu mála í samningaviðræðum en gera verður ráð fyrir því að verkfallið dragist eitthvað á langinn.