Vigdís heilsaði upp á Vigdísi
16/07/19
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hitti nöfnu sína skilvinduna í fiskimjölsverksmiðju VSV á dögunum og urðu þar fagnaðarfundir sem fyrr.
Starfsmenn nefndu græjuna eftir Vigdísi á sínum tíma. Þá var hún á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn og lét til sín taka og enn meira gefur gustað um hana í seinni tíð sem Miðflokksfulltrúa á vettvangi borgarstjórnar.
Vigdís er ánægð með nöfnu sína í Eyjum. Á Fésbókarsíðu sinni hefur hún eftir ónafngreindum starfsmanni VSV að helsti kostur Vigdísar skilvindu sé sá að hægt sé að slökkva á henni en ekki á borgarfulltrúanum Vigdísi!
- Hér fylgja myndir af Vigdísunum tveimur í VSV. Þriðja og síðasta myndin er af fiskimjölsjörlunum Halla Gísla og Sigga Friðbjörns. Þeir stilltu sér upp við hlið Vigdísar skilvindu á árinu 2016.