Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Vsv Img 6803 Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

​Það var brugðið út af vananum, eins og stundum er gert, í hádegishléi starfsfólks í fiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar í dag, föstudaginn 15. nóvember.

Boðið var upp á saltfiskrétti að portúgölskum hætti​. Slíkt var einnig gert ​síðastliðið vor og heppnaðist þá afar vel.​ Það tókst ekki síður vel til núna. ​Maturinn frábær og góð stemning.​ 

Um matargerðina sáu þær Carlota Teigas (Carla) og Susana Sequeira eins og í vor. Svo skemmtilega vill til að Carla á einmitt afmæli í dag og sendum við henni hamingjuóskir!

VSV IMG 6809

Veislukokkarnir Susana og Carla. Sú síðarnefnda á einmitt afmæli í dag.

Að þessu sinni buðu þær upp á Punheta de Bacalhau, sem er marineraður saltfiskur og Bacalhau com natas, sem er ofnbakaður saltfiskur í rjómasósu.

Í eftirrétt var svo afar góð ostaterta sem einnig á uppruna í Portúgal.​ Við þökkum Cörlu og Susönu fyrir enn og aftur​!

Áhugasömum er bent á að leita á netinu að nöfnum réttanna til að fá uppskriftir og leiðbeiningar um matreiðslu þeirra.