Fara á efnissvæði
World Map Background Image
IMG 7603 2 Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Eins og gefur að skilja hefur loðnubrestur margvísleg áhrif á allt samfélagið. Einn angi af því er að uppsjávarskipin eru meira við bryggju og nýta áhafnirnar tímann til að sinna viðhaldi um borð.

Þorsteinn Ólafsson, háseti á Gullberg VE segir léttur í bragði - í samtali við fréttaritara VSV - að hann sé kominn í þá stöðu að vera gamli kallinn á dekkinu. Aðspurður um hve lengi hann sé búinn að vera á Gullberginu segir hann að þar hafi hann verið síðan Sighvati VE var lagt. „Þar áður var ég á Ísleifi. Ætli ég sé ekki búinn að vera hjá fyrirtækinu í um það bil 30 ár.”

Spurður um hvað þeir hafi verið að gera þennan tíma svarar hann að þeir séu búnir að vera að dytta að ýmsu. „Það er verið að rústberja og mála. Við leggjum okkur fram um að gera skipið fínt fyrir næsta úthald.”

IMG 7591 Gullberg TMS 25

Gullberg við bryggju í Eyjum.

Loðnuleysið hefur áhrif á allt og alla

Það hlýtur að hafa mikil áhrif þegar það vantar heila loðnuvertíð inn í heildarmyndina?

Já, það er um það bil einn þriðji af árstekjunum, ef að það er meðalvertíð. Ég tala nú ekki um þegar þetta er eins og núna tvö ár í röð sem loðnan brestur. Þetta hefur áhrif á allt og alla, m.a. á bæjarfélagið.

Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort allt væri þá ekki að verða upp á 10 um borð.

„Jú, við erum að verða klárir. Nótin á eftir að fara í land og pokar um borð og þá erum við klárir í næsta úthald.”

Sem verður hvenær og hvert?

Við förum á kolmunna næst, niður við Færeyjar. Verðum þar eitthvað fram í maí. Þá er önnur pása, væntanlega fram í miðjan júní þegar makrílveiðarnar hefjast.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá viðhaldsverkefnunum um borð. Sumar myndirnar eru teknar fyrir og eftir.

IMG 7603 2 (1)

Árni Gunnarsson, Sveinn Ásgeirsson, Björn Stefán, Þorsteinn Ólafsson og Hafsteinn Valdimarsson