Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Screenshot 2024 01 19 At 12.37.57 Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Nú hafa nokkur tilvik af kórónaveirunni verið greind hér á landi. Brýnt er fyrir starfsfólki að vera skynsamt. Mikilvægt er að nú sem endranær sé vel gætt að hreinlæti og handþvotti sem er afar mikilvæg forvörn gegn smiti.

Landlæknir hefur gefið út tilmæli og uppfærir reglulega stöðuna hér á landi. Mikilvægt er að fara eftir þeim tilmælum sem hann gefur út á hverri stundu. Jafnframt eru starfsmenn hvattir til að fylgjast með upplýsingum sem birtast á heimasíðu landlæknis og í fjölmiðlum hverju sinni.

Hlutverk hvers og eins í sóttvörnum er mikilvægt. Því fleiri sem fara eftir leiðbeiningum um eigin sóttvarnir því líklegra er að hægt verði að takmarka útbreiðslu.

Sóttvarnaraðgerðir eins og sóttkví, einangrun, snögg greining og rakning tilfella eru framkvæmdar í þeim tilgangi að takmarka útbreiðslu. Mikilvægt er að hafa í huga að þó að einstaklingar lendi í þessum aðstæðum er ekki við þá að sakast heldur er um að ræða viðbrögð í almannaþágu.

Mikilvægt er að allir takist á við verkefni sem þetta af yfirvegun og æðruleysi.

Bent er á leiðbeiningar á vef landlæknis um hreinlæti, handþvott og sprittun www.landlaeknir.is

 

Spurningar og svör varðandi kórónaveiruna má finna hér. Questions and answers regarding novel coronavirus (COVID-19) are here.