Fara á efnissvæði
World Map Background Image
DSC 0669 Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Birkir Freyr Ólafsson og Bogi Matt Harðarson hafa lokið sveinsprófi í vélvirkjun og Tinna Mjöll Guðmundsdóttir nær sama áfanga til fulls í september. Út af hjá henni stendur hluti verklega prófsins og það klárast í Tækniskólanum í Hafnarfirði á haustdögum.

 

Öll hafa þau stundað nám í Framhaldsskóla Vestmannaeyja undanfarin ár og starfað meðfram því í Hafnareyri. 

Birkir og Bogi útskrifast með stúdentspróf annan laugardag, 25. maí. Tinna lauk B-stigi í vélstjórn í desember síðastliðnum.

Sveinspróf tóku þau í Borgarholtsskóla í Reykjavík og sveinsstykkin eru eldsneytisdælur.

Birkir vinnur áfram í Hafnareyri en spáir í fjarnám í véliðnfræði í Háskólanum í Reykjavík:

,,Það hefur verið mjög góð reynsla að starfa hjá Hafnareyri. Við glímum við fjölbreytt verkefni á verkstæðinu sjálfu og á verkstað, þau geta verið mjög breytileg eftir árstíma og aðstæðum hverju sinni. Kjarni máls er hve gott er að vinna hjá Hafnareyri!“

Bogi vinnur í sumar á Bílaverkstæði Harðar og Matta (Hörður er faðir hans). Hann stefnir að því að ljúka fjórða stigi í vélfræði og fara síðan í vélaverkfræði í Háskólanum í Reykjavík.

Tinna byrjar að vinna á verkstæði Össurar í Reykjavík undir lok maímánaðar og stefnir á nám í orku- og vélatækni í Háskólanum í Reykjavík.

Trausti Hjaltason, framkvæmdastjóri Hafnareyrar:

„Það hefur verið virkilega gott að hafa þessa flottu krakka hjá okkur. Þau eru áhugasöm og eiga framtíðina fyrir sér. Ekki bara lífguðu þau upp á starfsandann heldur settu ný viðmið og sköpuðu staðnum frísklegan blæ. 

Hjá okkur starfa miklir reynsluboltar sem leiðbeindu krökkunum og þau fengu svo sannarlega fjölbreytt verkefni til að glíma við. Það fer alltaf vel á því í hópum starfsmanna að blanda svona saman eldri og reyndum og ungum og efnilegum.“

Birkir Freyr Ólafsson

Birkir Freyr Ólafsson

Tinna Mjöll Guðmundsdóttir

Tinna Mjöll Guðmundsdóttir

Tinna Mjöll Guðmundsdóttir

Bogi Matt Harðarson

Bogi Matt, Tinna Mjöll og Birkir Freyr með eldsneytisdælurnar sínar, sveinsstykkin.