Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Image (9) Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Þór Vilhjálmsson var heiðraður og honum færðar þakkir Vinnslustöðvarinnar í kaffisamsæti VSV sumardaginn fyrsta. Hann lét af störfum vegna aldurs, sem þykir mörgum lyginni líkast því fjarri fer að maðurinn beri æviárin og langan starfsferil utan á sér.

Image

Þór hefur í áratugi verið stofnun í sjálfu sér innan vébanda Vinnslustöðvarinnar. Hann hóf þar störf í framkvæmdastjóratíð Stefáns Runólfssonar 1980 við að laga frystipönnur í Himnaríki, gerðist síðan verkstjóri í fiskmóttöku, matsmaður í skreið og saltfiski, verkstjóri í norðurhúsinu og loks starfsmannastjóri.

Hin síðari ár bar hann titil upp á dönsku í starfsmannahaldinu: altmuligmand. Allsherjarreddari. Svo var hann ómissandi sögumaður og gleðigjafi í kaffistofunni. Það var utankvótaframlag hans til starfsemi fyrirtækisins, seint metið til fjár.

Image (1)

Þór Vilhjálmsson var kvaddur með virktum og silfurdiski á fyrsta degi sumars. Íslandsfálkann ætti hann skilið líka að fá frá Guðna Th. í Bessastaðastofu en í millitíðinni rær hann til fiskjar á trillunni sinni, Dolla í Sjónarhól.

Þrír starfsmenn VSV fengu tímamótaglaðning: Danuta María Wanecka og Stefán Birgisson, stýrimaður á Breka VE, í tilefni sextugsafmæla og Jón Atli Gunnarsson, stýrimaður á Kap VE, í tilefni fimmtugsafmælis.

Fjöldi fólks sótti kaffisamsæti og naut stundarinnar í tilefni sumarkomunnar.

  • Addi í London tók meðfylgjandi myndir.
Image (2)
Image (3)
Image (3)
Image (4)
Image (5)
Image (7)
Image (8)
Image (9)
Image (10)
Image (11)
Image (12)
Image (13)
Image (14)
Image (15)
Image (16)