Fara á efnissvæði
World Map Background Image
IMG 6056 Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Í síðustu viku var haldin í Eyjum sjávarréttahátíðin Matey. Hátíðin var vel heppnuð í alla staði og ekki að sjá annað en að gestir hátíðarinnar hafi verið ánægðir með afraksturinn.

En Matey fer ekki bara fram á veitingastöðum bæjarins. Vinnslustöðin tók til að mynda á móti Suður-Evrópskum kokkanemum og kynnti fyrir þeim fyrirtækið og framleiðsluna. Auk þeirra komu nokkrir erlendir blaðamenn og ljósmyndarar með í heimsóknina.

IMG 6046

Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri botnfisksviðs VSV sýnir gestunum saltfiskinn.

Gagnkvæm skipti á þekkingu

Verkefnið ber nafnið „Concurso Escuelas de Cocina de Bacalao de Islandia” og gengur það út á það að kynna íslenskan saltfisk fyrir matreiðslunemum á Spáni, Ítalíu og Portúgal.

Verkefnið er hluti af markaðsstarfi Seafood from Iceland. Það hefur verið í mótun sl. 9 ár og er nú til dags orðið vel þekkt á meðal nemenda og matreiðslumanna í þessum löndum, sem eru aðal neyslusvæði saltfisks. Hluti af verkefninu er keppni þar sem besti saltfisk​-kokkur hvers lands er valinn.

Í verðlaun er ferð til Íslands. Þar fá sigurvegarnir að kynnast uppruna þessarar hágæða vöru sem íslenski saltfiskurinn er, en líka til þess að miðla og vera fulltrúi síns lands. CECBI kokkarnir voru hluti af dagskrá Mateyjar. Eitt af atriðunum var að endurskapa sigurréttinn fyrir gesti sem boðið var í Herjólfsbæinn. Þannig má segja að gagnkvæm skipti séu á þekkingu. Þ.e.a.s þau kynnast Íslandi og Íslendingar njóta saltfisks-matargerðar í sérflokki.

IMG 6070

Lífið er saltfiskur!

Mjög áhugaverð heimsókn

Björgvin Þór Björgvinsson, fagstjóri, sjávarútvegs og matvæla hjá Íslandsstofu segir í samtali við Vinnslustöðvar-vefinn að heimsóknin í Vinnslustöðina hafi verið mjög áhugaverð fyrir erlendu gestina.

„Fyrst fengu þau kynningu á fyrirtækinu og starfsemi Grupeixe í Portúgal og síðan fengu þau að fylgjast með vinnslu á saltfiski sem svo sannarlega stóð undir væntingum. Þau ​voru mjög áhugasöm og munu án efa vera dugleg að segja frá íslenska saltfiskinum og velja hann sem hráefni í komandi framtíð.”

IMG 5945

Björgvin Þór (t.v.) ræðir hér við erlendu gestina.

S​amvinnan mikilvæg

Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri botnfisksviðs VSV segir það alveg einstakt að geta haldið viðburð eins og Matey hér í Eyjum.

​„Fyrir okkur hjá Vinnslustöðinni og aðra sem taka þátt, þá er þetta gott tækifæri til kynningar á því sem við framleiðum. En svo er líka mikilvæg öll sú samvinna sem er fólgin í undibúningi hátíðarinnar. Innan Vinnslustöðvarinnar hafa flestar framleiðslueiningar komið að því að útvega hráefni. Sem dæmi hefur komið saltfiskur frá Vinnslustöðinni, ferskir hnakkar frá Leo Seafood, ​hrognaafurðir frá Marhólmum, lifur frá Idunn Seafood o.s.frv. Núna komu m.a. fersk steinbítsflök frá Hólmaskeri, vinnslu okkar í Hafnarfirði. Ísfélagið útvegar einnig hráefni og skiptum við því niður á okkur eins og best hentar. Svona getum við saman orðið við flestum óskum kokkanna sem hingað koma og afhent þeim hráefni af bestu gæðum.​” segir Sverrir​ og bætir við að samvinna veitingastaðanna​ sé líka aðdáunarverð​. ​Þar hleypur hver undir bagga með öðrum eins og þarf enda allt mikið fagfólk sem stendur þessum frábæru stöðum.​ Matey er ekki bara skemmtilegur viðburður, heldur sýnir hátíðin og undirbúningur hennar líka styrk og samvinnu allra sem að þessu koma.​”​

Myndband ​um verkefnið​ má sjá hér að neðan auk fleiri mynda frá heimsókninni.

IMG 6093

Sverrir svaraði fjölmörgum spurningum sem brunnu á erlendu gestunum.

IMG 5981

Sjálfa í fiskvinnslunni!

IMG 5989

Blaðamenn og ljósmyndarar voru einnig áberandi í heimsókninni.

IMG 6134

Hópurinn fór einnig í skoðunarferð um borð í Huginn VE.

IMG 6072

Frosti Gíslason, verkefnastjóri Matey ræðir hér við blaðamann.

IMG 6154

Í brúnni!

IMG 6139

Hópurinn kveður. Bless, bless!