Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Screenshot 2024 01 15 At 15.05.43 Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Síðari hálfleikur snarprar kolmunnalotu hófst í morgun í fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar þegar byrjað var að landa 1.950 tonnum úr Ísleif til bræðslu. Kap kom til hafnar skömmu síðar með 1.500 og bíður löndunar og Huginn er á heimleið líka af miðunum sunnan Færeyja með 1.900 tonn. Skipin eru öll að koma úr öðrum túr sínum á kolmunna.

Afköst verksmiðjunnar í kolmunna eru 700-800 tonn á sólarhring. Við bræddum í átta sólarhringa í fyrri hálfleik og svo var hlé. Nú er hafinn síðari hálfleikur og verður að lágmarki 8 til 9 sólarhringar. Líklega fer leikurinn í framlengingu og þá má ætla að uppbótartíminn verði 5 sólarhringar,“ segir Unnar Hólm Ólafsson verksmiðjustjóri.

Ísleifur fer nú í slipp fyrir sunnan til undirbúnings makrílvertíð en Kap og Huginn taka í þriðja og síðasta kolmunnatúrinn hvort skip og klára kvóta VSV og Hugins, samtals um 14.000 tonn.

Ég er ánægður með ganginn í þessu. Fínn fiskur og veiðarnar hafa gengið ágætlega,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs VSV.

  • Unnar Hólm tók meðfylgjandi myndir í dag. 
    • Á þeim efstu tveimur er Ísleifur við löndunarkantinn og Kap bíður átekta fjær.
    • Löndun úr Ísleifi.
    • Síðastar í röðinni eru myndir af gufuþurrkrum fyrir mjölið í verksmiðjunni, sekkjunarstöðvum fyrir mjöl og að síðustu af mjöli í risasekkjum, sístækkandi lager þessa dagana í skemmu sem tekin var í gagnið 2018.
1 Kolmunni
2 Kolmunni
3 Kolmunni
4 Kolmunni
5 Kolmunni
6 Kolmunni
7 Kolmunni