Fara á efnissvæði
World Map Background Image
2 8444F711b6606d2164b4f2efbd1980e5c620ee15 Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Í gær vildi það óhapp til að aðalvél Hugins drap á sér í innsiglingunni í Vestmannaeyjahöfn.  Fréttir af atburðinum eru misvísandi en atburðarásin var eftirfarandi:

·         Huginn var að koma af kolmunnamiðum við Færeyjar til löndunar.  Venja er að slá af ferð skipa áður en í innsiglinguna er komið og var það gert.

·         Þegar komið var inn fyrir Klettsnef, inn í innsiglinguna, sló skipstjóri aftur af ferð skipsins en þá drapst á aðalvélinni.  Líkleg ástæða þess var að stjórnbúnaður skrúfu (sem er tölvustýrður) bilaði og í kjölfarið varð þrýstingsfall á smurolíu á gír.  Skipið varð því stjórnlaust í innsiglingunni og stefndi í strand upp í Hörgeyrargarð. Þess ber að geta að stjórnbúnaður skrúfu er nýlegur og af fullkomnustu gerð. 

·         Skipstjóri setti sig þegar í samband við Vestmannaeyjahöfn og Landhelgisgæsluna og óskaði aðstoðar.   Lóðsinn og björgunarskipið Þór fóru þegar af stað til aðstoðar.

·         Vélstjóri skipsins kom aðalvélinni aftur í gang en aftur drap hún á sér af sömu ástæðum og fyrr.

·         Til að forða því að skipið strandaði við Hörgeyrargarð varpaði áhöfnin akkeri sem dró mikið úr ferð þess.  Skipið tók niðri, en tókst að losa sig með hliðarskrúfum og aðstoð björgunarskipa.

·         Þegar áhöfn Hugins og áhafnir Lóðsins og Þórs höfðu náð tökum á aðstæðum, hliðarskrúfur voru komnar í gang og taug komin á milli skipa, var sameiginleg ákvörðun tekin um að skilja akkeri og akkeriskeðju eftir á vettvangi.

·         Kafari hefur skoðað botn skipsins og er hann óskemmdur en málning er rispuð.  Ekki er vitað til þess að tjón hafi orðið á lögnum en kafari mun skoða vettvang og undirbúa að sækja akkerið.

·         Lóðsinn dró Huginn síðan til hafnar og gat skipið veitt aðstoð með hliðarskrúfum.

Stjórnendur Vinnslustöðvarinnar þakka áhöfn Hugins sem og áhöfnum Lóðsins og björgunarskipsins Þórs fyrir rétt, fumlaus og örugg viðbrögð.