Sjö mánaða gamalt bros tók sig upp
18/06/20
„Nú liggur vel á mannskapnum. Við erum að landa úr Kap í þriðja sinn frá því makrílvertíðin hófst og Huginn er væntanlegur til löndunar í annað sinn.
Mjög fínn og fallegur fiskur sem berst okkur.
Þegar svona gengur tekur sig upp sjö mánaða gamalt bros eða frá því við vorum í síldarvinnslu í fyrra!“ segir Benóný Þórisson framleiðslustjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar.
Kap kom sem sagt til hafnar á þjóðhátíð Íslendinga með 415 tonn af makríl og þá þegar var farið að landa aflanum og vinna hann.
Huginn var kominn með 300 tonn í morgun og kemur til löndunar í kvöld.