Sjávarútvegssýning í Kína
10/11/16
Í síðustu viku tók VSV og About Fish þátt í sýningunni China Fisheries and Seafood Expo sem haldin var í borginni Qingdao í Kína. Sýningin er ein af stóru sjávarútvegssýningunum sem haldnar eru á hverju ári en á sýningunni í ár voru um 1.300 sýnendur frá 45 löndum. Rúmlega 25.000 gestir heimsóttu sýninguna í ár.
Fulltrúar VSV og About Fish voru þeir Yohei Kitayama, sölumaður og Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs. Lýstu þeir ánægju sinni með sýninguna og sögðu viðtökur hafa verið góðar. Mikið hafi verið spurt um afurðir frá Íslandi og greinilegt að sú vinna sem menn hafa sett í markaðsstarf í Asíu er að skila sér í aukinni eftirspurn.