Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Logo Background (1) Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að dómkvaddir, sérfróðir og óvilhallir matsmenn fjalli um verðmæti stofnfjár Sparisjóðs Vestmannaeyja þegar sjóðurinn var þvingaður til samruna við Landsbanka Íslands. Dómurinn féll þar með Vestmannabæ og Vinnslustöðinni í vil, gegn mótbárum Landsbankans.

Elliði Vignisson bæjarstjóri fagnar  niðurstöðunni og kallar hana „fullnaðarsigur“ og bætir við í yfirlýsingu:

„Eftir allt þá er Landsbankinn í nánast 100% eigu íslenska ríkisins og við verðum að trúa því að hann vilji ganga fram af meðalhófi og undirgangast af hógværð þá kröfu okkar sem nú hefur verið staðfest af héraðsdómi.  Eftir allt þá snýr hún eingöngu um að fyrrverandi eigendur sparisjóðsins fái hlutlausar upplýsingar um hvers virði eignir þeirra voru þegar sjóðurinn var á þvingaðan máta sameinaður við Landsbankann.“ 

Sparisjóður Vestmannaeyja átti við rekstrarvanda að stríða áður en hann var sameinaður Landsbankanum og fékk einungis fimm daga frest til að auka eigið fé. Svo skammur frestur var verulega frábrugðinn og meira íþyngjandi en áður hafði verið gert hvað varðar til dæmis SPKef og Byr.

 Elliði segir í grein á elliði.is að stofnfjáreigendur hafi nánast enga aðkomu haft að yfirtöku Landsbankanum og frá upphafi hafi verið óvissa um hvort verðmæti stofnfjár hafi verið rétt metið. Landsbankinn hafi varist frá upphafi en í dómsorði segir:

Verður að hafna öllum mótbárum matsþola Landsbankans og dómkveðja matsmenn í samræmi við beiðni matsbeiðenda“.