Fara á efnissvæði
World Map Background Image
392865576 10232308746168219 466559577193708740 N Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Bleika dagsins var minnst í dag í morgunkaffi starfsstöðva VSV. Starfsfólk í fiskvinnslunni í Vestmannaeyjum var reyndar ekki á vettvangi vegna hráefnisskorts en fær í staðinn sína bleiku samverustund á mánudaginn kemur, 23. október.

Margir mættu bleikir til fara og sumir báru bleik hárnet til að sýna þeim samstöðu og stuðning sem greinst hafa með krabbamein.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar í kaffitímanum í Leo Seafood – að undanskilinni þeirri neðstu. Sú er úr Hólmaskeri í Hafnarfirði. Albert Erluson framkvæmdastjóri er fremstur í fylkingu vaskra kvenna og karla sem þar starfa.

  • Í greinasafni Krabbameinsfélagsins eru margar áhugaverðar reynslusögur kvenna sem greinst hafa með krabbamein. Viðeigandi lesefni á bleikum föstudegi og síðar með stuðnings- og baráttukveðjum frá Vinnslustöðinni.
  • Hér er Sögur kvenna finna.
392814241 10232308746088217 8333148263219587945 N
392814467 10232308746328223 9221005557822319385 N
392880979 10232308746208220 6537326381472332378 N
392893090 10232308746128218 2967460113337774152 N