Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Image (1) Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Hafist verður handa í dag við að klæða þak nýju flokkunarstöðvarinnar við nýtt uppsjávarfrystihús Vinnslustöðvarinnar við Vestmannaeyjahöfn. Rafmagnstafla af stærri gerðinni kom í hús í vikunni.

Allur vélbúnaður er kominn í hús flokkunarstöðvarinnar, færibönd og rennur. Nú liggur fyrir að koma þessu öllu saman fyrir á sínum stöðum og síðan tekur við lagnavinna og frágangur innan- og utanhúss.

Framkvæmdir eru nokkurn veginn á áætlun og þeim lýkur í júlí.

Image

Aðalrafmagnstaflan á leið í hús. Mynd: Guðni I.

Til stendur að bæta við þriðja pökkunarkerfinu í nýja uppsjávarfrystihúsinu til að auka þar afköst. Sérfræðingar eru væntanlegir frá Noregi af þessu tilefni og stjórna uppsetningu vélbúnaðarins.

Í uppsjávarhúsinu eru sem sagt tvö pökkunarkerfi, verða brátt þrjú og húsrúm leyfir að þau geti orðið alls fjögur ef svo ber undir síðar.

Image (1)