Fara á efnissvæði
World Map Background Image
olimar Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

„Stökkið úr vélarrúmi Kap yfir í Gullberg er býsna stórt en afskaplega spennandi. Hér er allt stærra í sniðum og ýmis búnaður sem þarf að kynnast og læra á. Steini, yfirvélstjóri á gömlu Kap, er hins vegar með í túrnum og heldur í höndina á mér. Ég er því í góðum málum og verkefnið leggst afar vel í mig.“

Ólafur Már Harðarson er nýráðinn yfirvélstjóri á Gullbergi VE-292. Hann lagði upp í fyrstu veiðiferðina á skipinu fyrir helgina. Ferðinni er heitið á makrílmiðin. Hann er 32 ára og yngsti yfirvélstjóri uppsjávarflota landsmanna að því best er vitað.

Óli Már tók við af Erni Friðrikssyni sem orðinn er yfirvélstjóri á Hugin VE.

Vélstjórnin síaðist inn í genin í æsku því Óli Mar snerist sem stráklingur oft og mikið í kringum afa sinn og nafna, Ólaf Má Sigmundsson, fyrrum yfirvélstjóra á Gullbergi.

Skrifað var í skýin að Óli Már yngri fetaði í atvinnuspor Óla Más eldri og sagan var meira að segja svo notaleg að koma því til leiðar að Óli sá yngri yrði yfirvélstjóri á uppsjávarskipi sem Vinnslustöðin keypti í sumar og nefndi Gullberg. Útgerðarfélagið Ufsaberg gerði á sínum tíma út alls fjögur skip sem öll hétu Gullberg og báru einkennisstafina VE-292. Vinnslustöðin tók við útgerð fjórða Gullbergsins árið 2008 og síðar sameinuðust félögin tvö, Ufsaberg og Vinnslustöðin, undir merkjum Vinnslustöðvarinnar.

Togarinn Gullberg var seldur úr landi árið 2017 og þá var skráningarnúmerið VE-292 lagt inn hjá sýslumanni. Þar var númerið í geymslu til ársins 2020 þegar trillan Adda fékk það. Saman eiga þeir nafnarnir Öddu. Óli eldri var einn af aðaleigendum Ufsabergs á sínum tíma. Hann gaf í sumar Vinnslustöðinni skráningarnúmerið VE-292 fúslega eftir og brosir nú breitt.

Nýjasta Gullbergið í Eyjaflotanum ber því gamla númerið sitt eins og vera ber og afabarnið hefur fengið titilinn yfirvélstjóri í áhöfninni. Gömul saga verður ný í margföldum skilningi.

Beint úr grunnskóla í vélstjóranám

„Gullberg kom inn til löndunar á miðvikudaginn var, 17. ágúst. Ég fór þá um borð og tók til starfa. Fyrstu sólarhringana notaði ég reyndar líka til að rölta og skríða um allt skipið þvert og endilangt til að kynna mér umhverfið almennilega! Gullberg er mjög flott skip í alla staði, endurnýjað í hólf og gólf og því hefur verið sérlega vel við haldið.“

Óli Már hefur starfað hjá Vinnslustöðinni nánast samfleytt frá því skólakerfið skilaði honum út á vinnumarkaðinn. Hann fór að leysa af á Sighvati Bjarnasyni VE  17 ára gamall en áður hafði hann lokið fyrsta stigi vélstjóranáms. Í vélstjórann fór hann beint úr 10. bekk grunnskóla. Síðan varð sjö ára hlé á vélstjóranáminu.

„Ég hef verið á uppsjávarskipum Vinnslustöðvarinnar meira og minna frá 2009. Leysti oft af á Sighvati Bjarnasyni, annars var ég líka eina loðnuvertíð á gamla  Ísleifi en lengst af á Kap. Ég var líka á togaranum Gullbergi og leysti svo af hér og þar þegar ég var í Vélskólanum.

Ég kláraði vélstjóranámið og hingað er ég kominn! Ég ólst upp hjá afa og ömmu og fékk forsmekkinn af framtíðarstarfinu strax í uppeldinu. Þegar af stað var farið á annað borð varð ekki aftur snúið. Vélstjórnin er rétt hilla fyrir mig í tilverunni.“

2 16487025 10158264542025650 8845456593526863907 O
4 64442752 2402441126653835 859730827775311872 N
family
6 127528907 10221611351167725 6777044943004522927 N
7 11705400 10206956189603270 8309366509867546360 O
8 1Jpg
10