Örstuttri loðnuvertíð að ljúka
23/02/25
Að öllu óbreyttu, þ.e.a.s. ef ekki verður gefinn út viðbótarkvóti er minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka. Íslenskar útgerðir fengu úthlutað 4.435 tonnum. Af því er VSV (og Huginn) með 546 tonn. Gullberg VE kom í morgun með þessi tonn að landi og nú er verið að frysta aflann. Þó að kvótinn sé mjög lítill er hann kærkominn þar sem ekki var gefinn út neinn loðnukvóti í fyrra.
Jón Atli Gunnarsson var skipstjóri í veiðiferðinni og ræddi Halldór B. Halldórsson við hann við komuna til Eyja snemma í morgun. Viðtalið má sjá hér að neðan. Myndirnar tók Óskar Pétur Friðriksson við komu Gullbergs í morgun.

Halldór ræðir við Jón Atla í brúnni á Gullberginu.