Nemar í skipstjórn og vélstjórn
Vinnslustöðin hf. auglýsir eftir nemum í skipstjórn og vélstjórn til starfa á skipum sínum. Vinnslustöðin er rótgróið útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Vestmannaeyjum og gerir út þrjú togskip, einn netabát og þrjú uppsjávarskip.
Vinnslustöðin hefur um nokkurra ára skeið boðið starfsmönnum sem eru í starfstengdu námi styrktarsamning á meðan námi stendur. Í styrktarsamningi fyrir starfsmenn sem stunda nám í vélstjórn og skipstjórn felst:
- Peningastyrkur til starfsmanns í námi á hverri önn.
- Að starfsmanni í námi er tryggð vinna við störf á skipum VSV meðfram námi.
- Að starfsmanni í námi er tryggð vinna að námi loknu við störf tengd námi.
- Skilyrði um endurgreiðslu styrks ef námi er ekki lokið eða starfsmaður hættir störfum.
Nám í skipstjórn og vélstjórn er allt að 8 - 10 anna nám. Ef nemi hefur annað nám eða starfsreynslu að baki þá er hugsanlegt að hægt sé að meta eitthvað af því með raunfærnimati og stytta námið. Nánari upplýsingar um raunfærnimatið veitir Viska, fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestm. - viska[at]viskave[dot]is. Allar upplýsingar um nám í skipstjórn og vélstjórn má finna á heimasíðu Tækniskólans á tskoli.is.
Spurt og svarað um skipstjórnar- og vélstjórnarnám:
- Þarf ég að hafa lokið stúdentsprófi? Nei
- Hvað er námið langt? Námið er eitt til fjögur ár eftir réttindastigum. Nemandi sem lýkur fullu vélstjórnarnámi fær réttindi sem vélfræðingur og útskrifast jafnframt sem stúdent.
- Eru hámörk á námstíma ef ég er í vinnu með námi? Nei
- Get ég sótt um raunfærnimat og þannig stytt nám í skipstjórn? Já, nánari upplýsingar veitir Viska, fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestm.– solrunb[at]viskave[dot]is
- Er hægt að stunda nám með vinnu í skipstjórn? Tækniskólinn býður upp á öflugt dreifnám með vinnu í skipstjórn og að einhverju leyti er boðið upp á fjarnám í vélstjórn.
- Er skipstjórnarnám kennt í Vestmannaeyjum að hluta eða að öllu leyti? Skipstjórnarnám er ekki boði í Vestmannaeyjum. FÍV býður upp á nám í vélstjórn á A og B stigi. Þar er hægt að stunda námið með vinnu. Sjá nánar á fiv.is.
- Þarf ég að búa í Reykjavík stóran hluta námsins? Í skipstjórn er möguleiki á dreifnámi og þá þarftu ekki að vera búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar þarf að mæta í Skipstjórnarskólann í staðlotur í ákveðnum áföngum. Nám í vélstjórn á C og D stigi er einungis í boði í dagskóla á höfuðborgarsvæðinu.
- Hvað þarf ég marga siglingatíma til að fá skipstjórnarréttindi og geta þeir siglingatímar verið vegna vinnu sem háseti? Til að fá réttindi á A stigi 18 mánuðir sem háseti (án vaktafyrirkomulags). Á B stigi sami tími. Sjá nánar reglugerð nr. 944/2020.
- Hvað þarf ég marga siglingatíma til að ljúka vélstjórnarnámi og geta þeir siglingatímar verið vegna vinnu sem háseti? Til að fá réttindi á A stigi 4 – 9 mánuðir sem vélarvörður. Á B stigi 8 – 12 mánuðir sem vélavörður eða vélstjóri. Sjá nánar reglugerð 944/2020.
- Er hægt að fá tíma sem ég hef verið á sjó nú þegar metna sem siglingatíma? Já en í vélstjórn eru siglingatímar sem háseti ekki metnir.
- Hvaða stigi í skipstjórn þarf að ljúka til að vera með réttindi á skip Vinnslustöðvarinnar? Réttindi B og/eða C. B stigið veitir réttindi á 45 metra skip, C stigið veitir ótakmörkuð réttindi.
- Hvaða stigi í vélstjórn þarf að ljúka til að vera með réttindi á skip Vinnslustöðvarinnar? Réttindi B og/eða C.
Nánari upplýsingar veitir Lilja Björg Arngrímsdóttir, starfsmannastjóri lilja@vsv.is / 488-8000.