Fara á efnissvæði
World Map Background Image
11 Vsv D2 21681 Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

„Kap VE landaði fyrstu síld vertíðarinnar miðvikudaginn 16. september og er farin á ný til veiða fyrir austan. Núna erum við að vinna síldarfarm úr Ísleifi VE. Lokalöndun makrílvertíðarinnar var 7. september úr Ísleifi, síðan tók síldin við,“ segir Benoný Þórisson, framleiðslustjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar.

Makríllinn hefur ekki verið kvaddur formlega í ár en meiri líkur en minni eru á því að vertíðinni sé lokið, vertíð sem var í hæsta máta óvenjuleg. Vinnslustöðin tók á móti um 19 þúsund tonnum, mun meiru en nokkru sinni áður. Í fyrra tók fyrirtækið á móti um 15 þúsund tonnum og áður 10-11 þúsund tonnum á vertíð eða jafnvel innan við það.

„Við fylgjumst vel með gangi mála hjá Rússum, Færeyingum og Norðmönnum. Þeir fá engan makríl sem stendur en ef okkur sýnist von um veiði förum við af stað á ný, engin spurning um það,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar.

„Makrílvertíðin í ár var löng. Hún fór vel af stað við Eyjar en svo hvarf fiskurinn á heimamiðum og strax í ágúst urðum við að elta hann norður í Smugu, sem þýðir tveggja sólarhringa siglingu hvora leið. Þetta er augljóslega mun dýrari útgerð en ef fiskurinn hefði haldið sig lengur í íslenskri lögsögu og ástand makrílsins sem hráefnis var að auki lakara en var við Eyjar í sumar.“

Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, vék að þessari hlið makrílvertíðarinnar í Fréttblaðsviðtali síðastliðinn miðvikudag, 16. september. Blaðið hafði þá eftir honum:

„Það hefur verið erfið vertíð vegna þess að við höfum þurft að sækja fiskinn langt. Fiskurinn er að fitna, laus í sér og viðkvæmur í vinnslu og ekki sérlega góður matfiskur í því ástandi. Því miður er makríllinn í sumar ekki af sömu gæðum og undanfarin ár. Það er erfitt að tryggja gæði aflans þegar náttúrulegt ástand hans er ekki gott og svo bætist við að það þarf að sigla með hann svona langt til hafnar. [...]

Með þessum löngu siglingum með aflann til hafnar verður afleiðingin sú að minni hluti makrílsins er seldur á hæsta verðinu og til manneldis en áður. Þetta er því snúin staða í augnablikinu.“

Myndaveisla í markrílnum

 Hvort sem nú makríllinn gefur sig á ný í ár eður ei er við hæfi að að líta nú um öxl og bregða upp svipmyndum af starfsmönnum okkar fínu og flottu í júlí. Hreinn Magnússon var á ferð og tók meðfylgjandi 15 myndir. Þar sjást í þeirri röð sem birtist hér:

  • Benoný Þórisson (fyrstu tvær), Robert Szczepan Daszki, Benoný Þórisson og Robert Szczepan Daszki, Mariusz Dominik Swistak og Elfar Frans Birgisson, Ágúst Már Þórðarson, Pawel Dariusz Róg, Hrafnhildur Sala Sigurjónsdóttir, Agnieszka Smolka-Labus, Marek Krzystof Ignacza, Kristín Rós Sigmundsdóttir, Elsa Rún Ólafsdóttir, Florin Merlea, Bríet Stefánsdóttir, Ólafur Halldór Sigurðarson.
1 Vsv 2371
2 Vsv 2377
3 Vsv 2395
4 Vsv 2407
5 Vsv D2 21171
6 Vsv D2 21243
7 Vsv D2 21369
8 Vsv D2 21513
9 Vsv D2 21555
10 Vsv D2 21599
11 Vsv D2 21681
12 Vsv D2 21695
13 Vsv D2 22219
14 Vsv D2 22240
15 Vsv D2 22282