Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Image (1) Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Loðna er yfirlýstur fiskur fimmta bekkjar Grunnskóla Vestmannaeyja. Á fimmtudaginn var komu krakkarnir í bekknum í heimsókn í Vinnslustöðina og höfðu að sjálfsögðu ekki síst áhuga á loðnunni sinni! 

Grunnskólanemarnir skoðuðu bræðsluna og fengu margt að heyra og sjá um starfsemina þar á bæ. Svo lá leiðin í uppsjávarhúsið og þar kynntust krakkarnir loðnu sem þau voru sýnilega mjög spennt fyrir. Þau kreistu hrygnur og sum áræddu meira að segja að bragða hrogn.

Image

Skoðunarferðinni lauk með því að heilsað upp á starfsmenn í flatningunni og skoðaðir voru nokkrir fulltrúar þorsk- og ufsastofna sjávarins.

Gestirnir fengu svo nammi og djús í kaffistofunni áður en þeir hurfu á braut.

Bestu þakkir fyrir komuna, krakkar!

Image (1)
Image (2)
Image (3)
Image (4)