Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Screenshot 2024 01 18 At 15.16.35 Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

„Merki voru um breytta hegðun makríls í hafinu í fyrra en nú gerist eitthvað allt annars eðlis en við höfum upplifað áður,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, um þá staðreynd að makrílfloti landsmanna er kominn í Smuguna (alþjóðlegt/opið hafsvæði austan við Svalbarða) en finnur þar lítið. Þar á meðal eru Ísleifur VE, Kap VE og Huginn VE.

„Venjulega höfum við veitt af kappi við við Eyjar í júlímánuði og fram undir Þjóðhátíð, fært okkur þá vestur eða austur um í ágúst en endað síðan norður í Smugu í september.

Núna finnst hins vegar enginn makríll við Eyjar. Á laugardaginn var, 25. júlí, lauk vinnslu hjá okkur á því sem síðast barst á land úr íslensku lögsögunni og skipin héldu þá í Smuguna. Þar hefur lítil veiði verið en þó smáskot í gær sem vonandi veit á skárri tíð. Ekkert er samt gefið í þeim efnum.“

  •  Í Morgunblaðinu í dag (29. júlí) er greint frá því að „umtalsvert magn af makríl“ hafi nýlega fundist í mið- og norðurhluta Noregshafs, þar á meðal suðaustur af Jan Mayen, í fjölþjóðaleiðangri vísindamanna í Norðurhöfum.
  • Skip Hafrannsóknarstofnunar, Árni Friðriksson RE, tók þátt í leiðangrinum fyrir Íslands hönd. Von er á tilkynningu um fyrstu niðurstöður fljótlega.