Landanir og aflabrögð
6/11/24
Það var líflegt um að litast á hafnarsvæðinu í morgun. Gullberg VE á leið á miðin og Huginn VE á leið til hafnar. Á meðan var verið að landa úr Breka VE. Allt að gerast, sem sagt.
Breki með rúmlega 140 tonn
Huginn var með um 480 tonn af Íslandssíld. Breki var með 516 kör, rúmlega 140 tonn af blönduðum afla, þorski, ufsa, ýsu, karfa o.fl. Breki heldur aftur á miðin í kvöld.
Gullberg VE er á leið á á sildarmiðin, vestur úr Faxaflóa. Þar hefur verið að veiðast íslensk síld.
Á morgun verða svo landanir úr Drangavík, Þórunni Sveinsdóttur og Kap. Að sögn Sverris Haraldssonar, sviðsstjóra bolfisksviðs eru öll þau skip með fínan afla. ,,Það spáir slæmu veðri og sjólagi á morgun en fer svo batnandi," segir Sverrir.
Myndband og myndir frá í morgun má sjá hér að neðan.