Kveðjustundin endaði í hópknúsi
31/08/18
Gunnar Páll Hálfdánsson, framleiðslustjóri botnfiskssviðs Vinnslustöðvarinnar, hefur hætt störfum hjá fyrirtækinu og var kærlega kvaddur í fundarsalnum síðdegis. Reyndar var hann svo ákaft faðmaður að skilnaði að kveðjustundin endaði með hópknúsi!
Gunnar Páll starfaði áður í sjávarútvegi á Flateyri og í Hrísey. Hann kom til Vinnslustöðvarinnar fyrir rúmlega fimm árum, fyrst sem vinnslustjóri en síðar sem framleiðslustjóri botnfiskssviðs.
Þorbjörg Rósa Jónsdóttir tekur tímabundið við verkefnum hans og verður yfirverkstjóri á botnfiskssviði VSV.