Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Screenshot 2024 01 22 At 14.31.44 Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Kolmunna af miðum við Írland er tekið fagnandi í fiskimjölsverksmiðju VSV. Byrjað var að bræða tæplega 2.000 tonna farm úr Huginn VE að morgni sunnudags 3. mars. Ætla má að sá afli endist verksmiðjunni fram á aðfaranótt miðvikudagsins.

Við höfum lengi beðið eftir því að fá hjólin í gang hjá okkur á nýjan leik. Hér hefur ekkert verið brætt frá 30. nóvember,“ segir Unnar Hólm Ólafsson verksmiðjustjóri.

Ísleifur VE er á miðunum við Írland núna. Það síðasta sem ég heyrði var hann væri kominn með um 1.100 tonn og að styttist í heimferð. Siglingin til Eyja tekur allt að þrjá sólarhringa og gera má því ráð fyrir skipinu hingað til hafnar undir helgi.

Þetta er vissulega gott svo langt sem það nær en fyllir auðvitað hvergi upp í stóra skarðið sem loðnan skilur eftir sig. Við neitum samt að gefa upp vonina og höldum okkur við enn að loðna muni koma í leitirnar og gefinn verði út veiðikvóti.“