Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Screenshot 2024 01 19 At 12.36.08 Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Áhöfnin á Kap VE gerir sig klára í 10 daga loðnuleitarleiðangur við suðurströndina, vestur með landi og síðan norður. Skipið heldur til Þorlákshafnar undir kvöld til að sækja rannsóknarmenn og veiðarfæri, síðan verður siglt og leitað í  von um að finna nógu mikla loðnu til að stjórnvöld heimili veiðar í einhverjum mæli.

„Enginn vinnur í Lottóinu nema taka þátt í leiknum! Sama á við um loðnuna, hún finnst ekki nema leitað sé á miðunum.

Eigum við ekki að segja að þetta verði happatúr sem vill svo til að hefst á sjálfum afmælisdegi Jóns Atla skipstjóra!“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar.

„Samkomulag varð um að útgerðarfyrirtækin tækju á sig kostnað við útgerð eins skips og áhafnar til framhaldsleitar en að ríkið greiddi laun fólks frá Hafrannsóknastofnuninni. Til stóð að Heimaey VE yrði fengin í verkefnið en af því varð ekki og þá var haft samband við Vinnslustöðina. Við vorum klár með Kap og settum allt í gang.

Fréttir berast af þorski fyrir norðan land, pakksöddum af loðnu. Stöð tvö birti merkilega frétt í gærkvöld (10. mars) um nokkurra mánaða gömul loðnuseiði í Eyjafirði. Í morgun heyrði ég svo frá sjómönnum fregnir af loðnu með 18% hrognafyllingu fyrir norðan land.

Margföld ástæða er því til að kanna hvað er að gerast með loðnuna og hegðunarmunstur hennar. Augljóslega skortir þar rannsóknir til að reyna að svara stórum spurningum. Mikið er í húfi fyrir þjóðina og þjóðarbúið að komast hjá algjörum loðnubresti annað árið í röð.“