Fara á efnissvæði
World Map Background Image
2 94224519 10158276705262959 8360655871801294848 O Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Ísleifur VE kom til hafnar í morgun af kolmunnamiðum suður af Færeyjum með fullfermi eða um 2.000 tonn. Löndun hófst þegar í stað. Þetta var fyrsta veiðiferð skipsins á kolmunna á vertíðinni.

Óhætt er að segja að mikill gangur sé í veiðum og vinnslu hjá VSV þessa dagana. Til að mynda var unnið í saltfiski alla helgina og unnin samtals liðlega 210 tonn í salt á laugardag og sunnudag. Áfram er unnið við að salta og pakka saltfiski í dag og í morgun var byrjað að flaka ufsa og karfa í frystingu.

Brynjólfur VE fékk mjög góðan afla í gær og úr honum var landað 179  körum í gærkvöld.

Þá var landað 163 körum úr Drangavík VE og hún fer aftur út í kvöld.

Á laugardaginn var landað 163 körum úr Kap II. Skipið fór á ný til veiða í morgun.

Breki VE kom með fullfermi á laugardaginn, 515 kör. Þetta var þorskur og blanda af öðrum tegundum.

Já, það er mikið um að vera hjá okkur til sjós og lands og verður næstu daga. Vinnuvikan er í styttra lagi núna vegna 1. maí á föstudaginn. Þess vegna verður unnið stíft fram eftir vikunni,“ segir Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri bolfiskvinnslu VSV.

Rétt er að taka fram að allar öryggisráðstafanir VSV vegna veirufaraldursins gilda áfram til sjós og lands. Þar hefur hvergi verið slakað á. 

1 94083041 10158267960307959 3042865337147064320 N
2 94224519 10158276705262959 8360655871801294848 O
3 94224531 10158276704452959 895755445791096832 O
4 94259591 10158276704877959 7318780927021154304 O
5 94314737 10158276705247959 6239483567118745600 O
6 94258731 10158276881817959 3733124701111713792 O