Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Isleifur Last Opf 1024 20241009 172157 Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Síðdegis í dag hélt áhöfn Ísleifs VE úr heimahöfn. Ferðin markar tímamót þar sem siglt verður með skipið utan til niðurrifs. 

Eyjólfur Guðjónsson, skipstjóri segir í samtali við Vinnslustöðvar-vefinn að ferðinni sé heitið til Esbjerg í Danmörku. „Þetta eru um 1000 mílur. Við áætlum að vera fjóra sólarhringa á leiðinni.” segir hann. 

Eyjolfur 24 IMG 6431

Eyjólfur fyrir framan Ísleif VE.

24 ára gamalt skip

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að hirða allt heillegt úr skipinu, utan þess sem þarf til siglingarinnar út. Þegar þangað verður komið verður farið í að fjarlægja það sem eftir er úr skipinu og það fer svo í framhaldinu í niðurrif.

Skipið kom til Vinnslustöðvarinnar árið 2015, frá HB Granda. Það hét áður Ingunn AK og var smíðað í Chile árið 2000. Skráð lengd er 65,18 metrar, breidd 12,6 metrar og er hann rétt tæp 2000 brúttótonn. Vélin er MAK 5870 hestöfl.

Að sögn Eyjólfs voru gerð mistök í smíðinni. Skipið var talsvert þyngra en systurskipin, og úr varð að það þurfti að lengja skipið vegna þess, svo að það héldi stöðuleika.

Hér að neðan má sjá myndband og myndir frá því í dag. Myndbandið er tekið um borð í Ísleif sem og þegar haldið var af stað í þessa síðustu siglingu.