Humarvertíðin fer þokkalega af stað
Þokkalegar horfir með humarveiðar að þessu sinni. Vertíðin fór rólega af stað en veiði hefur heldur verið batna þegar liðið hefur á.
Vinnslustöðin gerir út tvö skip á humar, Drangavík VE sem landaði fyrsta humrinum 23. mars, og Brynjólf VE sem landaði fyrst 11. apríl.
Leturhumar. Teikning: Jón Baldur Hlíðberg.
„Veiðin fór rólega af stað en hefur glæðst. Veiðisvæðið er á Breiðamerkurdýpi og austur af því. Nú könnum við bráðlega vestursvæðið líka, í grennd við Eldey,“ segir Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri hjá VSV.
Humaraflinn er blandaður að stærð. Mest af honum er heilfryst fyrir Spánarmarkað en síðan eru humarhalar frystir sérstaklega og seldir á ýmsa markaði í Evrópu og í Kanda.
Vinnslustöðin hefur fengið úthlutað 18,7% aflaheimilda í humri á Íslandsmiðum.