Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Image Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Þokkalegar horfir með humarveiðar að þessu sinni. Vertíðin fór rólega af stað en veiði hefur heldur verið batna þegar liðið hefur á.

Vinnslustöðin gerir út tvö skip á humar, Drangavík VE sem landaði fyrsta humrinum 23. mars, og Brynjólf VE sem landaði fyrst 11. apríl. 

Image

Leturhumar. Teikning: Jón Baldur Hlíðberg.

„Veiðin fór rólega af stað en hefur glæðst. Veiðisvæðið er á Breiðamerkurdýpi og austur af því. Nú könnum við bráðlega vestursvæðið líka, í grennd við Eldey,“ segir Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri hjá VSV.

Humaraflinn er blandaður að stærð. Mest af honum er heilfryst fyrir Spánarmarkað en síðan eru humarhalar frystir sérstaklega og seldir á ýmsa markaði í Evrópu og í Kanda.

Vinnslustöðin hefur fengið úthlutað 18,7% aflaheimilda í humri á Íslandsmiðum.