Gunnskólakrakkar kynna sér fisk mánaðarins
9/03/18
Krakkar í fimmta bekk Grunnskóla Vestmannaeyja heimsóttu Vinnslustöðina í gær og kynntu sér loðnuna, fisk mánaðarins í skólanum!
Benóný Þórisson, framleiðslustjóri í uppsjávarvinnslunni, myndaði góða og áhugasama gesti.
Birna María Unnarsdóttir.
Árlegur viðburður er að nemendur fimmta bekkjar komi í heimsókn og fræðist um fisk og fiskvinnslu. Þeim var skipt í hópa í gær og kynntust bæði vinnslu bolfisks og loðnu.
Og að sjálfsögðu fengu þau Svala & súkkulaði að skilnaði. Takk fyrir komuna!
Elmar Hrafn Óskarsson, verkstjóri í gæðamálum, var krökkunum til halds og trausts í heimsókninni.
Þorbjörg Rósa Jónsdóttir, verkstjóri í bolfiskvinnslu, tók á móti krökkunum.
Glaðbeittir japanskir loðnukaupendur í krakkahópnum!