Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Screenshot 2023 11 28 At 10.18.29 Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Gullberg VE 292, nýtt skip Vinnslustöðvarinnar, kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í morgun frá Noregi. Tekið var á móti skipinu, Jóni Atla Gunnarssyni skipstjóra og áhöfn hans með blómum og breiðum brosum.

Formleg móttöku- og nafngiftarathöfn verður kl. 15 á fimmtudaginn kemur, 30. júní, og í kjölfarið býðst almenningi að skoða skipið.

Gullberg VE er fjórða uppsjávarskip Vinnslustöðvarinnar. Fyrir eru Huginn, Ísleifur og Sighvatur Bjarnason (sem áður hét Kap).

  • Lilja B. Arngrímsdóttir tók meðfylgjandi myndir við höfnina í morgun. Á einni þeirra eru fyrirsætur Guðmunda Áslaug Bjarnadóttir, fiskverkandi og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum og stjórnarmaður í Vinnslustöðinni, og Eyjólfur Guðjónsson, skipstjóri á Vinnslustöðvarskipinu Ísleifi VE. Hann er meðal afmælisbarna dagsins!
1 290619044 10228707543980415 5204345310036030455 N
2 289765065 577211500575542 1541878083684785535 N
3 289770614 5205861769531759 3543994920602379494 N
4 289811459 742745250377194 8389605929782028077 N
5 290492517 554981249507532 8080652017607915855 N
6 290934088 10228707542780385 3937363046449320559 N
7 290880208 10228707544460427 3776360125270141095 N
8 290820868 10228707545260447 2000256374800215387 N