Fara á efnissvæði
World Map Background Image
2024.05 Gleðilegan Sjómannadag Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Sjómenn skipa Vinnslustöðvarinnar komu með um 115 þúsund tonna afla að landi 2023.  Árið telst því meðal þeirra fengsælustu í sögu félagsins. 

Núna á árinu 2024 upplifðum við loðnubrest. Afleiðingar hans hafa áhrif á afkomu félagsins og starfsmanna allra en þó einkum sjómanna uppsjávarskipa. Þannig er einmitt sjómennskan, sífelld glíma við náttúruöflin en þó einkum veðráttu og fiskgengd. 

Hagstæð veðrátta og fiskgengd gefa og gleðja en erfiðar aðstæður reyna á þolgæði, kjark og styrk.

Meðlæti og mótlæti í lífi og starfi eru uppsprettur frásagna og minninga sem gaman er að rifja upp og varðveita.  Nýtum sjómannadagshelgina til að gleðjast saman, rifja upp, segja frá og fagna með góðum félögum og fjölskyldum þeirra.

Um leið og ég óska öllum sjómönnum gleðilegs sjómannadags langar mig til að þakka sérstaklega sjómönnum Vinnslustöðvarinnar og dótturfélaga hennar fyrir þátt sinn í góðu gengi félagsins á árinu 2023. 

Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri VSV