Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Screenshot 2024 01 15 At 14.38.00 Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Stjórn og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar óska sjómönnum fyrirtækisins og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn 2021 og vænta þess að sjómannahelgin öll verði bæði notaleg og gleðirík.

Sigurgeir B. Kristgeirsson framkvæmdastjóri segir að sjómenn og aðrir starfsmenn fyrirtækisins hafi staðið frammi fyrir erfiðum áskorunum vegna veirufaraldursins undanfarin misseri og staðist þær með prýði. Það beri að þakka alveg sérstaklega. Á sama tíma hafi margt í umhverfinu verið hagstæðara og gjöfulla en fæstir þorðu að vona:

„Einkennileg þversögn er fólgin í þeirri staðreynd að heimsfaraldurinn setti flest úr skorðum í daglegum rekstri og umgengni en að sjálf kjarnastarfsemin gekk samt af krafti á sama tíma. Þannig var það bara!

Sjómönnum þakka ég fyrir nýafstaðna vertíð sem var góð og veðrið lék við okkur mestallan tímann.

Reynar má einfaldlega segja að við höfum upplifað metfiskerí yfirleitt, bæði á netum og í troll.

Þá hófum við árið með langþráðri loðnuvertíð eftir tvö loðnuleysisár. Mestu skiptir að útlitið með loðnuna lofar góðu.

Eitt er að veiða, annað að selja fisk og afurðir. Markaðirnir hafa að sjálfsögðu ekki verið sjálfum sér líkir í veirufárinu en okkur tókst samt að vinna vel úr sölu- og markaðsmálum við erfiðar aðstæður og reyndar mun betur en hefði mátt ætla fyrir fram.

Ég þakka sjómönnum og öðru starfsfólki fyrir veturinn og vona að allir njóti helgarinnar og sumarsins.“

  • Minningar ylja. Hér fylgja með myndir sem teknar voru í Höllinni á ballinu um sjómannahelgina 2017. Þar var ómæld gleði og þar var stuð ...
1 Img 2000
2 Img 4342
3 Img 4337
4 Img 4350
5 Img 4352
6 Img 4360
7 Img 4361
8 Img 4366
9 Img 4370
10 Img 4375
11 Img 4385
12 Img 4388
13 Img 4394
14 Img 4397
15 Img 4405
16 Img 4415
17 Img 4437
18 Img 4486
19 Img 4488
20 Img 4497
21 Img 4498
22 Img 4501
23 Img 4508
24 Img 4521
25 Img 4537
26 Img 4541