Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Image (1) Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

„Við erum lukkulegir með hvernig til tókst, enda var mikil gestagangur í VSV-básnum og talsvert um fyrirspurnir frá fólki og fyrirtækjum sem við höfum ekki hitt áður,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslustöðinni.

Sindri og Yohei Kitayama, sölumaður í Austur-Asíu, stóðu vaktina fyrir Vinnslustöðina í vikunni á bás fyrirtækisins á sjávarútvegssýningunni China Fisheries & Seafood Expo í Qingdao í Austur-Kína. Sex íslensk fyrirtæki kynntu þar sjávar- og eldisafurðir ásamt VSV: Iceland Pelagic, Icelandic Asia, Íslandslax, Triton og Life Iceland.

Þá var kynnt vottun og ábyrgar veiðar Íslendinga undir merkjum Iceland Responsible Fisheries.

Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í Asíu með um 1.500 sýnendur og 30 þúsund gesti. Hún stóð yfir 7.-9. nóvember.

„Við höfum verið þarna oft áður og sáum mörg ný andlitað núna. Það er ánægjulegt og tengist góðu sambandi VSV við kaupendur í þessum heimshluta. Við skiljum vel gæðaviðmið og kröfur kaupendanna sem starfsfólk VSV uppfyllir og nýja uppsjávarvinnslan með blástursfrystum afurðum sömuleiðis.

Salan til Kína og annarra Asíuríkja hefur aukist jafnt og þétt eftir að við fórum að taka þátt í þessari sjávarútvegssýningu í Kína, sem er sú tuttugasta og níunda í röðinni.“

Image
Image (2)