Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Lodna3 Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Erlendur Bogason kafari náði einstæðum myndum af loðnutorfu úti fyrir Snæfellsnesi snemma í marsmánuði, í blálok vertíðar. Hann notaði fjarstýrða myndavél um borð í Ingu P SH með firnagóðum árangri en hoppaði svo sjálfur í sjóinn og tók ótrúlegar myndir í djúpinu.

Ekki er vitað til að loðnutorfa hafi fyrr í sögunni verið mynduð á þennan hátt og enn síður að kafari hafi beinlínis blandað sér í slíkan félagsskap í sjó.

Stöð tvö birti frétt um málið að kvöldi 8. apríl 2021 og vakti sú verðskuldaða athygli

Vinnslustöðin gerði Erlend út í leiðangurinn og hér er óstytt útgáfa af upptökum sem sýnd var á aðalfundi VSV fyrir páska. Kafarinn sjálfur er þulur.

89Cd657620edb740a573e712259912f42b886c88

Erlendur Bogason býr sig til fundar við loðnukökk við Snæfellsnes 7. mars 2021.