Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Vikin Vsv Hopmynd 1000008073 Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Víkin – 5 ára deild kom í heimsókn í Vinnslustöðina á fimmtudaginn síðastliðinn. Ástæða þess að þau óskuðu eftir því að fá að koma í heimsókn er sú að þau eru búin að vera að vinna með hafið sem þema í mars.

Benóný​ Þórisson og ​Helena​ Björk Þorsteinsdóttir tóku á móti ​börnunum í anddyri aðalinngangs VSV og þar klæddu þau sig í skóhlýfar, hárnet og sloppa​. Það þótti þeim agalega spennandi​.

​A​ð sögn Helen​u​ Bjarkar lá leið þeirra því næst í sal sem kallast Krókur​. ​,,​Þar fengu þau að sjá þorsk. Hvernig hann ​lítur út nýveiddur, hvernig hann​ kemur inn í hús og svo hvernig hann er unninn, saltaður og þess háttar. ​Gestirnir kvörtuðu​ einhverjir undan lyktinni sem þeim fannst alls ekkert spes.

​Auðvitað var svo skellt í hópmyndat​ök​u.​ Að myndatöku lokinni var farið aftur upp og ​voru börnin kvödd með nammipoka sem þau tóku​ glöð með sér heim. Vel heppnað í alla staði og gaman að sjá hvað þau voru áhugasöm, stillt og prúð​," segir Helena.

Börnin virða hér fyrir sér fiskvinnsluna.

Benóný​ Þórisson framleiðslustjóri sýnir viðstöddum hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í vinnslunni.

Að sjálfsögðu var skellt í hópmynd!