Fjölbreytt störf í barnvænu fyrirtæki
„Mögulega verða aðeins færri vaktir þegar við höfum klárað alveg nýju vinnsluna en ekkert sem hefur marktæk áhrif. Meiri sjálfvirkni en alltaf jafn gaman.“ Áhugavert spjall við þrjá stjórnendur hjá VSV í sjávarútvegsblaði Eyjafrétta.
Hafliði, Benóný og Marta. Mynd: Eyjafréttir
Benóný Þórisson, Marta Möller og HafliðiSigurðarson byrjuðu öll mjög ung að mætaá vaktir í Vinnslustöðinni og hafa unnið hjáfyrirtækinu í meira en áratug og gott betur.
Þau prófuðu öll á einhverjum tímapunktieitthvað annað en sneru fljótlega aftur tilvinnu hjá Vinnslustöðinni. Eftir að hafa verið í ansi mörgum störfum hjá fyrirtækinu í gegnum árin, öðlast reynslu og menntun, hafa þau öll unnið sig upp í starfi.
Það kom eiginlega hálf á þau þegar blaðamaður spurði hversu lengi þau væru búin að starfa hjá fyrirtækinu því á fyrstu vöktunum þeirra voru þau öll um fermingaraldur og núna eru þau um þrítugt.
Benóný sagðist hafa mætt á staðinn því hann langaði að fá vinnu en Marta og Hafliði eiga foreldra sem unnu hjá fyrirtækinu og þannig komust þau að.
Við erum alltaf með hag fyrirtækisins í huga
Öll hafa þau sótt námskeið eða menntun af einhverju tagi í gegnum fyrirtækið. Hafliði fór á námskeið í vinnslutækni hjá Marel. Með aukinni og fullkomnari tækjavæðingu í
fiskiðnaði hefur skapast meiri þörf á eftirliti og umsjón með vinnslulínum og hugbúnaði til framleiðslustýringar við vél- og hugbúnað frá Marel og hefur Hafliði því unnið við tölvubúnað og tæknimál hjá fyrirtækinu.
Benóný sinnir nú starfi framleiðslustjóra. Áður hafði hann prófað nánast allt hjá fyrirtækinu.
„Ég hef nánast unnið öll störf sem í boði eru hjá fyrirtækinu, löndun, bræðslu, frystingu, saltfisk, bolfisk, humar og bara nefndu það. Síðan var ég verkstjóri og nú er ég framleiðslustjóri. Svona hefur þetta verið að þróast í þessa átt. Meiri reynsla, meiri ábyrgð.“
Benóný hefur einnig undanfarið eitt og hálft ár stundað nám hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í stjórnun sem hann segir mjög hjálplegt.
„Það var mjög fínt og hjálpaði helling.“
Þau voru öll sammála um að áhugi og reynsla hafi komið þeim áfram í fyrirtækinu.
„Ef maður er hérna langar manni að komast áfram í fyrirtækinu og reynslan gefur helling. Svo er maður alltaf með hag fyrirtækisins í huga sem yfirmenn kunna vel að meta,“ sagði Benóný.
Marta vinnur sem flokksstjóri og er Benóný er hennar yfirmaður.
„Inni á milli vakta er ég yfirmaður í gæðamálum og svo hoppa ég inn í hin ýmsu störf ef það vantar einhvers staðar.“
Fjölbreytt störf í Vinnslustöðinni
Aðspurð hvað væri besta við starfið tóku þau öll undir að það væri fjölbreytileikinn í starfinu og að fyrirtækið væri barnvænt.
Benóný:
„Fjölbreytileikinn gerir þetta skemmtilegt og spennandi“
Marta:
„Já, alveg klárlega. Einnig finnst mér mjög gott hve vel er tekið tillit til barnafólks.“
Hafliði:
„Já ég get tekið undir það.“
Meiri sjálfvirkni en alltaf jafn gaman
Sjávarútvegurinn er alltaf að verða tæknivæddari og á þeim rúma áratug sem þau hafa unnið í Vinnslustöðinni hefur margt breyst.
Benóný:
„Þetta er búið að breytast helling. Meiri tækni og meiri sjálfvirkni. En ekki á þann hátt að við höfum þurft að fækka fólki. Við erum vissulega með minna af vertíðarbundnu fólki en það er alltaf sami kjarninn í vinnslunni, þeir sem eru fastráðnir.
Mögulega verða aðeins færri vaktir þegar við verðum búin að klára nýju vinnsluna alveg en ekkert sem hefur marktæk áhrif. Eins og ég segi, það verður meiri sjálfvirkni en alltaf jafn gaman.“
Fjölmenning og góður mórall
Aðspurð um móralinn í fyrirtækinu þá var það einróma að hann sé góður og stemningin góð. Fólk sem vinnur í Vinnslustöðinni kemur alls staðar að en það hefur engin áhrif á fjörið!
Marta:
„Stemningin er alltaf mjög góð, það verður að vera.“
Benóný:
„Hér er mjög góður mórall og skiptir ekki máli hverrar þjóðar menn eru, hér eru allir vinir.“
Hafliði:
„Það ná allir mjög vel saman hérna.
Unnið upp úr sjávarútvegsblaði Eyjafréttaútgefnu í nóvember 2017