Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Image Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Gestkvæmt var um borð í Breka VE í Vestmannahöfn og margfaldur fagnaðarfundur. Fjölskyldur áhafnarinnar, Vinnslustöðvarfólk og fjöldi annarra Eyjamanna fögnuðu í gær (6. maí) heimkomu áhafnar og glæsilegs skips eftir 45 daga siglingu frá Kína.

Image (1)

Breki kom á heimaslóðir við Eyjar í fyrrakvöld, lónaði þar í nótt, var tollafgreiddur í morgunsárið og sigldi svo til hafnar á tólfta tímanum í dag. Skipsflautan gall aftur og aftur og Eyjamenn svöruðu með skipsflautum í höfninni og bílflautum á hafnarbakkanum.

Fjöldi fólks beið komu skipsins, stemningin var mikil og áþreifanleg og spenningur eftir því að fara um borð og skoða sig um frá brú niður í vélarrúm. Veitingar voru á millidekkinu.

Magnús Ríkarðsson skipstjóri stóð sig með stakri prýði í gestgjafahlutverki í brúnni. Hann var óþreytandi að kynna og útskýra hvort sem áttu í hlut krakkar sem litu á myndir á tölvuskjám sem tölvuleiki eða þrautreyndir  skipstjórnendur sem vildu kafa djúpt í tækni og möguleika tækja og tóla.

Image

Skipstjórinn fór fögrum orðum um skipið. Það fór vel í sjó og áhöfnin var svo heppinn að lenda í brælu á síðustu sólarhringum heimferðar. Á það reyndi líka við slíkar aðstæður.

Öllu fleiri en Eyjamenn fylgdust spenntir með Breka á 11.700 sjómílna heimsiglingu frá Kína. Skrif á Fésbók og á VSV-vefnum rötuðu í helstu fjölmiðla landsins, bæði útvarpsstöðvar og dagblöð. Breki hefur með öðrum orðum verið umtalaðasta skip íslenska flotans undanfarnar vikur en sigldi samt í fyrsta sinn inn í íslenska lögsögu síðastliðið föstdagskvöld!

Gera má ráð fyrir að Breki VE verði klár í lok júní. Fyrst þarf að koma fyrir búnaði á vinnsludekki, tækjum sem smíðuð eru annars vegar hjá Vélaverkstæðinu Þór í Vestmannaeyjum og hins vegar 3X stáli á Ísafirði.

Image (2)
Image (3)
Image (4)
Image (5)
Image (6)
Image (7)
Image (8)
Image (9)
Image (10)
Image (11)
Image (13)
Image (16)
Image (17)
Image (18)
Image (19)
Image (20)