Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Gullberg Opf Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Endurskipulagning á útgerð uppsjávarskipa í samstæðu Vinnslustöðvarinnar

Í dag var sjómönnum á uppsjávarskipum samstæðu Vinnslustöðvarinnar tilkynnt um breytingar á skipastól útgerðarinnar. Félagið gerir nú út þrjú skip til uppsjávarveiða.  Huginn VE, Sighvat Bjarnason VE og Gullberg VE.  Í kjölfar minnkandi aflaheimilda í makríl, síld og loðnu, sem nema 45 þúsund tonnum,  er ekki þörf á að gera öll þrjú skipin út á ársgrundvelli.

Huginn og Gullberg verða gerð út sem aðal skip félagsins og verða gerð út á makríl, síld, kolmunna og loðnu en Sighvatur Bjarnason verður gerður út á loðnu- og makrílvertíðum þegar þess þarf.

Með breytingunum verður komið á skiptikerfi sjómanna til að tryggja að sem flestir haldi starfi sínu.

Flestum fastráðnum skipverjum verður boðið áframhaldandi starf í nýju ráðningarfyrirkomulagi á uppsjávarskipum útgerðarinnar. Þar sem því verður við komið verður sjómönnum sem ekki fá pláss á uppsjávarskipum boðið starf á öðrum skipum eða í landdeildum Vinnslustöðvarinnar.