Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Vsv Logo Tms Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Landsréttur dæmdi í gær ríkið til að greiða Vinnslustöðinni og Hugin ehf. skaðabætur vegna tjóns sem félögin urðu fyrir vegna ólögmætra skerðinga við úthlutun makrílkvóta á árunum 2011-2018.  Hæstiréttur hafði með dómum á árinu 2018 fallist á kröfur fyrirtækjanna um viðurkenningu á bótaskyldu vegna þessara lögbrota, en nú var tekist á um fjárhæð skaðabóta.

Í máli Hugins ehf. var staðfestur dómur Héraðsdóms Reykjavík frá 6. júní 2023, en í máli Vinnslustöðvarinnar voru dæmdar talsvert lægri bætur en dæmdar voru í héraðsdómi.

Á þessu stigi er verið að greina forsendur dóms Landsréttar um lækkun bótafjárhæða til Vinnslustöðvarinnar.  Að lokinni þeirri greiningu verður ákvörðun um framhald málsins tekin.