Fara á efnissvæði
World Map Background Image
Image (1) Til baka

9.55°C

ESE

11.32 m/s

Brynjólfur VE gerir það gott á fiskitrolli og var næstaflahæstur tollbáta á landinu í desember og er líka í öðru sæti sem stendur í janúar.

Eftir að humarveiðum lauk í september var ákveðið að prófa að gera Brynjólf út til botnfiskveiða með tveimur fótreipstrollum. Það hefur aldeilis skilað lukkast vel.

Samkvæmt vefnum aflafrettir.is var Steinunn SF-10 aflahæsti trollbátur landsins í desember 2018 með 289 tonn. Í öðru sæti varð Brynjólfur með 271 tonn.

Þegar janúar 2019 er nú liðinn að tveimur þriðju hlutum er Sigurborg SH-12 aflahæst trollbáta með 93 tonn og Brynjólfur VE kemur næstur með 74 tonn.

Óhætt er því að segja að áhöfnin á Brynjólfi hafi fiskað vel. Árangur hennar vekur verðskuldaða athygli meðal þeirra sem fylgjast með í þessum geira sjávarútvegsins!

Heildarafli Brynjólfs VE frá því í október er um 930 tonn, þar af var landað liðlega 60 tonnum úr skipinu um nýliðna helgi.

Image
  • Meðfylgjandi ljósmyndir tók Jói Myndó

Image (2)
Image (3)
Image (4)
Image (5)